Prenta |

Árbók Reykjavíkurborgar

Umsjón

Reykjavíkurborg

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara - tölfræði og greining
Sími: 411-1111
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tilgangur og aðdragandi

Tilgangur Árbókar Reykjavíkurborgar er að safna saman og halda utan um tölulegar upplýsingar um Reykjavíkurborg og gera þær aðgengilegar almenningi, sérfræðingum og öðrum sem áhuga kunna að hafa.

Þær upplýsingar sem birtar eru í Árbók Reykjavíkurborgar ná til ýmissa sviða mannlífs, náttúru, samgangna sem og annarra þátta og eru fengnar frá ýmsum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar, Hagstofu Íslands og öðrum sérhæfðum stofnunum sem starfa á ýmsum sviðum.

Árbók Reykjavíkurborgar hefur verið gefin út á prenti með hléum frá fyrrihluta 20. aldar. Reglubundin útgáfa Árbókar Reykjavíkurborgar hófst árið 1972 og stóð allt til ársins 2006. Árbók Reykjavíkurborgar var síðan gerð aðgengileg almenningi á vefnum árið 2013.

Markmið með Árbók Reykjavíkurborgar

  • Setja fram tölulegar upplýsingar um Reykjavíkurborg á skýran og aðgengilegan hátt.
  • Miðla tölulegum upplýsingum um Reykjavíkurborg til almennings.
  • Auka eftirlit með upplýsingum.
  • Samræma framsetningu á upplýsingum um Reykjavíkurborg á vefnum.
  • Samræma upplýsingaöflun og upplýsingagjöf innan Reykjavíkurborgar.
  • Auka samstarf á milli sviða borgarinnar í upplýsingaöflun og upplýsingagjöf.

Notendur og notkunarsvið

Upplýsingagjöf til borgarstjóra, borgarfulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.

Heimildir

Heimildir koma frá ýmsum sviðum innan starfsemi Reykjavíkurborgar og sérhæfðum stofnunum (sjá heimildaskrá hverrar töflu fyrir sig).

Upplýsingaöflun, birting gagna og viðmiðunartími

Leitað er eftir upplýsingum frá ýmsum starfssviðum Reykjavíkurborgar á þeim tíma sem viðkomandi svið gefa út upplýsingar. Upplýsingar frá stofnunum og öðrum aðilum fara eftir birtingaráætlunum viðkomandi stofnana. Nánari upplýsingar um birtingu gagna má finna í birtingaráætlun Árbókar Reykjavíkurborgar.

Viðmiðunartími flestra gagna er almanaksárið en í einstaka flokkum getur viðmiðunartíminn verið annar. Flestar töflur eru gefnar út árlega, einstaka töflur eru gefnar út mánaðarlega eða á nokkurra ára fresti (t.d. meðaltalstöflur).

Miðað er við að upplýsingar séu uppfærðar í Árbók Reykjavíkurborgar jafn óðum og þær liggja fyrir.

Áreiðanleiki upplýsinga

Árbók Reykjavíkurborgar byggir á gögnum beint frá ýmsum deildum Reykjavíkurborgar eða viðurkenndum stofnunum sem bera ábyrgð á viðkomandi málaflokki.

Nýjar skilgreiningar geta leitt til breytinga á upplýsingum, einnig geta komið upp tilvik þar sem eldri upplýsingum þarf að breyta vegna nýrra og/eða breyttra mæliaðferða, tímabila eða annarra ástæðna.

Samanburður upplýsinga

Í flestum efnisflokkum Árbókar Reykjavíkurborgar er gerður samanburður á milli ára og í sumum tilfellum á milli mánaða.

Ef breytingar hafa verið gerðar á mælikvörðum, skilgreiningum eða forsendum er þess getið í athugasemdum eða öllum tölulegum upplýsingum breytt í samræmi við breytta mælikvarða, skilgreiningar eða forsendur. Ef villa eða misræmi kemur upp er það leiðrétt eins fljótt og auðið er.

Ekki eru gefnar út bráðabirgðatölur í öllum efnisflokkum en í þeim flokkum sem það er gert geta bráðabirgðatölur verið hreinar spátölur, sambland af spátölum og raunverulegum tölum eða óstaðfestar upplýsingar.

Aðgengi að upplýsingum

Almenningur hefur aðgang að öllum upplýsingum sem settar eru á vef Árbókar Reykjavíkur. Sett er fram birtingaráætlun upplýsinga til að auðvelda notendum aðgengi að nýjustu upplýsingum hverju sinni.

Trúnaðar er gætt við vinnslu Árbókar Reykjavíkurborgar eftir því sem við á og fá aðilar utan viðkomandi fagsviða ekki aðgang að gögnum umfram það sem nauðsynlegt er og er birt almenningi á vef Árbókar Reykjavíkurborgar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá engan frekari aðgang að gögnum nema þörf krefji vinnu þeirra vegna. Sé frekari upplýsinga óskað er vísað á starfsmenn Árbókar Reykjavíkur í gegnum tölvupóstfangið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., en einnig má leita beint til viðkomandi fagsviða Reykjavíkurborgar eða heimildaraðila.

Ýmsar upplýsingar kunna að vera birtar víðar með einum eða öðrum hætti, t.d. á vef viðkomandi sviða innan Reykjavíkurborgar, á fréttavef Reykjavíkurborgar eða á vef stofnana sem getið er í heimildum.

Grunngögn og varðveisla

Grunngögn koma frá ýmsum deildum Reykjavíkurborgar og ýmsum fagstofnunum.

Öll grunngögn sem eru viðkomandi Árbók Reykjavíkurborgar eru geymd á tölvutæku formi á Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, tölfræði og greiningu.

Frekari upplýsingar má nálgast á Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, tölfræði og greiningu í síma 411-1111 eða með tölvupósti: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.